Þótt form þín hjúpi graflín
Þótt form þín hjúpi graflín, granna mynd,
og geymi þögul moldin augun blá
hvar skáldið forðum fegurð himins sá,
? ó fjarra stjörnublik, ó tæra lind ?

og eins þótt fölni úngar varir þær
sem eitt sinn þíddu kalinn hlekkjamann,
þær hendur stirðni er ljúfar leystu hann
og lyki dauðans greip um báðar tvær,

það sakar ei minn saung, því minning þín
í sálu minni eilíft líf sér bjó
af yndisþokka, ást og mildri ró,
einsog þú komst í fyrsta sinn til mín;

einsog þú hvarfst í tign sem mál ei tér,
með tár á hvarmi í hinsta sinn frá mér.  
Halldór Laxness
1902 - 1998
Úr bókinni <a href="http://klubbar.is/sub_cat.asp?cat_id=3">Kvæðakver</a>.
Vaka-Helgafell, 1992.
Allur réttur áskilinn Auði Laxness.


Ljóð eftir Halldór Laxness

S.s. Montclare
Þótt form þín hjúpi graflín