S.s. Montclare
<dd>Atlantshafið ég einatt fór<dd>einsog að drekka vatn.<dd>Einn ég sat bakvið aðra menn<dd>in the smoking room.<dd>Og einginn tók eftir mér.<dd>Það tala allir um eitthvað stórt,<dd>- allir nema ég.<dd>Hér reykir í hljóði saklaus sál<dd>sígarettuna smáu.

<dd>Mjóg er ég hrifinn meyjunum af.<dd>Manikjúr, pedikjúr.<dd>Börnin smáu blikka mig,<dd>blessuð verið þið kjur.<dd>Ósköp leiðist mér ykkar grenj<dd>ýmist í moll eða dúr.

<dd>Vanur er ég að vagga á sjó,<dd>vanur er ég á sjó.<dd>Í útlandshöfum uni eg mér<dd>við annarra þjóða fólk.<dd>Laungum tignaði eg mannsins mynd
<div align='justify' style='width:293'>meira en guð föður almáttugan skapara himins og jarðar og hans einkason jesúkrist vorn drottin ásamt heilögum anda.</div>
<dd>I'm the happiest Charleston man on board.

<dd>Mannabörn eru merkileg,<dd>mikið fæðast þau smá.<dd>Þau verða leið á lestri í bók,<dd>en lángar að sofa hjá,<dd>og vaxa óðum og fara í ferð<dd>full af söknuði og þrá.<dd>Við fótatak þeirra fagna ég,<dd>þá finn ég hjarta mitt slá.  
Halldór Laxness
1902 - 1998
Úr bókinni <a href="http://klubbar.is/sub_cat.asp?cat_id=3">Kvæðakver</a>.
Vaka-Helgafell, 1992.
Allur réttur áskilinn Auði Laxness.


Ljóð eftir Halldór Laxness

S.s. Montclare
Þótt form þín hjúpi graflín