Smiðurinn
Frá unga aldri
var hann í læri
hjá föður sínum

eða þeim sem gegst við honum
ef rétt skal mæla

Og hann mundaði spýturnar
flísföstum fingrum
og barði í þær
hefilþungum hnefa

en virtist ekki geta neglt
nagla
án þess að negla
í lófann

lét föðurinn reka smiðshöggin
því hann var of dofinn
í lófunum

alls óviss
um framtíðina  
Bjarney Gísladóttir
1975 - ...


Ljóð eftir Bjarney

Skúmaskot
Smiðurinn
Fjaðrir og fiður
Rjómabúið að Baugstöðum