

Björt mey og hrein
mér unni ein
á Ísa- köldu -landi;
sárt ber ég emin
fyrir silkirein,
sviftur því trygða-bandi.
Það eðla fljóð
gekk aðra slóð,
en ætlað hafð´ ég lengi.
Daprast því hljóð,
en dvínar móð;
dottið er fyrra gengi.
Stórt hryggðar-kíf
sem stáladríf
stingur mig hverju sinni.
Það eðla víf,
meðan endist líf,
aldrei fer mér úr minni.
Það sorgar-él
mitt þvíngar þel,
við þig ég hlýt að skilja.
þó finni´ ég hel.
þá farðu vel,
fagurleit hringa-þilja.
mér unni ein
á Ísa- köldu -landi;
sárt ber ég emin
fyrir silkirein,
sviftur því trygða-bandi.
Það eðla fljóð
gekk aðra slóð,
en ætlað hafð´ ég lengi.
Daprast því hljóð,
en dvínar móð;
dottið er fyrra gengi.
Stórt hryggðar-kíf
sem stáladríf
stingur mig hverju sinni.
Það eðla víf,
meðan endist líf,
aldrei fer mér úr minni.
Það sorgar-él
mitt þvíngar þel,
við þig ég hlýt að skilja.
þó finni´ ég hel.
þá farðu vel,
fagurleit hringa-þilja.