Hvað er klukkan?
Dagur var kominn að kvöldi,
kyrrð og svefnró í bænum,
lognöldusöngvar frá sænum,
sumar í blænum.
Gott kvöld, hvað er klukkan?
Röddin var ljúfmál sem lognið,
létt og flögrandi bros
um varanna rósreifað flos.
Hárið blakaði í blænum,
bjart eins og vorið á sænum.
Í augunum hillti undir ungan dag,
þar sem allt var fætt - nema sorgin.
Og enn var komið að kvöldi
og koldimmt í bænum -
og náhljóð frá niðmyrkum sænum.
Gott kvöld, hvað er klukkan?
Röddin var grátklökk, sem hálfstilltur strengur,
steingjörður íshlátur svall
um varanna grástorkna gjall.
Sem vængur með flugslitnum fjöðrum
flökti strý undir höfuðdúks-jöðrum.
Í augunum drottnaði alvöld nótt,
þar sem allt var dautt - nema sorgin.
kyrrð og svefnró í bænum,
lognöldusöngvar frá sænum,
sumar í blænum.
Gott kvöld, hvað er klukkan?
Röddin var ljúfmál sem lognið,
létt og flögrandi bros
um varanna rósreifað flos.
Hárið blakaði í blænum,
bjart eins og vorið á sænum.
Í augunum hillti undir ungan dag,
þar sem allt var fætt - nema sorgin.
Og enn var komið að kvöldi
og koldimmt í bænum -
og náhljóð frá niðmyrkum sænum.
Gott kvöld, hvað er klukkan?
Röddin var grátklökk, sem hálfstilltur strengur,
steingjörður íshlátur svall
um varanna grástorkna gjall.
Sem vængur með flugslitnum fjöðrum
flökti strý undir höfuðdúks-jöðrum.
Í augunum drottnaði alvöld nótt,
þar sem allt var dautt - nema sorgin.