Hafið
Ef þú horfir á hafið
sérðu kannski lygnan,
spegilgljáandi flöt þess.
Svo fallegt, svo róandi,
svo traustvekjandi.
Þig langar kannski
að sigla á því
til enda veraldar.

Ef þú horfir á hafið
sérðu kannski úfinn,
ólgandi flöt þess.
Svo villt, svo ógnandi,
svo tælandi.
Þú getur kannski
staðið og horft dáleidd
á seiðandi öldurnar
endalaust.

Að elska þig
er eins og að
elska hafið.
Mig langar að
stökkva í það.
 
Áróra Hrönn
1970 - ...
Þetta ljóð samdi ég árið 1994.


Ljóð eftir Áróru Hrönn

Hafið
Sólargeislar veraldar