æviskeið
smábörn

öskur og bleyjur
pelar og pissublautar treyjur


unglingar

slangur og stælar
make-up og háir hælar


fullorðnir

rauðvín, hvítvín, hangs á bar
dansiböll og kvennafar


gamalmenni

lélegt minni, hekl og prjón
ruggustólar og slæm sjón  
Zírena
1988 - ...
7. apríl 2003


Ljóð eftir Zírenu

æviskeið
maður og kálfur
hamingja = þú
lítið augnhár