lítið augnhár
það er vetur
snjórinn þýtur um himininn
það er hvasst

ég blikka augunum mót vindi

lítið augnhár dettur
niður í lófann

*ég óska mér*

ég hugsa mér hvað það væri gaman
ef eitt augnhár á dag
myndi detta í lófann

það væri gaman

---

ég er á gangi um hávetur
mjöllin breiðist yfir jörðina
þvílíkt rok

augun mín lokast fyrir hríðinni

smátt augnhár fellur
niður á jörðina

ég lít upp
þú kemur gangandi á móti mér
þú brosir
ég brosi

við göngum saman áfram í storminum

ég hugsa með mér

hver þarfnast eiginlega þessara augnhára?  
Zírena
1988 - ...
7. apríl 2003


Ljóð eftir Zírenu

æviskeið
maður og kálfur
hamingja = þú
lítið augnhár