Yfir hafið
Og þannig munu stjörnurnar skína,
fölskini,
þegar þú flýgur með síðustu vélinni yfir hafið.
Með ritþyrstum blýöntum skrifar þú niðurlag dagbókarinnar
og hugsar um augun sem lesa þessi orð tugum ára seinna.
Á hafinu siglir báturinn sem þú komst með í gær
en hann fer í gagnstæða átt við þig.
Um borð eru nýir farþegar,
hafa rétt lokið við fyrstu síðuna
og skilja ekki enn sólarblikið á hvítfextum sjávardropunum.
Flugfreyjan færir þér tíu dropa
sem leka hægt ofan í bollann einn af öðrum
og þú lygnir aftur augunum,
hyggst sofa þar til vélin lendir á völlunum grænu.
 
Klemenz Bjarki
1975 - ...


Ljóð eftir Klemenz Bjarka

Yfir hafið
Að eilífu
Ágústlok
Þjóðtrúin lifandi komin
Leit að mannlegri tilveru - Dagur I
Minningar
Leit að mannlegri tilveru - Dagur II
Leit að mannlegri tilveru - Dagur III
Leit að mannlegri tilveru - Dagur IV