

birta og húm heilsast glettnislega
dragast saman í óræða mynd
grasið gefur frá sér sinn hinsta ilm
lyngið roðnar af rómantík
haustgolan strýkur gulnuðum puntstráum létt um vangann
og berin tína sig sjálf til sultugerðar
dragast saman í óræða mynd
grasið gefur frá sér sinn hinsta ilm
lyngið roðnar af rómantík
haustgolan strýkur gulnuðum puntstráum létt um vangann
og berin tína sig sjálf til sultugerðar