Fyrir NN
Löngu gleymdar nætur
í miskunnarleysi hörunds þíns
drepa mig
þegar tunglið minnist ferða minna ekki
þar sem norðurljósin þylja nafn mitt afturábak
í hljóði og án þess að skynja sársaukann

Hversu fjarlæg er dögunin
hversu björt er nóttin og óstundvís

Hvernig hörund þitt
drepur mig
svo blíðlega
í draumi svo blíðlega
í mínum sárasta draumi  
Björk Lovísa
1975 - ...


Ljóð eftir Björk Lovísa

handa Óskari - I
Starað í gráðið
Fjarlægð
Löngu seinna
Fyrir NN
Gamli kirkjugarðurinn
Til mannsins með ljáinn
Ef
Boulevard of broken dreams