Þjóðtrúin lifandi komin
Í myrkrinu paufast hann á milli legsteina.
Legsteinar eru eins og tröllaaugu í tunglskini.
Honum finnst óþægilegt að láta tröllin horfa á sig.
Finnst eins og þau muni eftir því að hann gerði gys að tröllkarlinum
er varð að steini í gilinu heima.
Kannski breyta þau honum í legstein og gera hann að auga.
Hann hættir að hugsa um tröll og fer að grafa eftir rótum.
Veit að einhvers staðar hér eru rætur hans
og finni hann þær þá finnur hann líka upprunann.
Skófla í mold og mold á gras.
Skófla í stein og steinn á gras.
Skófla í við og?
Fölblik á himni.
Það er kviknað í kirkjunni.
 
Klemenz Bjarki
1975 - ...


Ljóð eftir Klemenz Bjarka

Yfir hafið
Að eilífu
Ágústlok
Þjóðtrúin lifandi komin
Leit að mannlegri tilveru - Dagur I
Minningar
Leit að mannlegri tilveru - Dagur II
Leit að mannlegri tilveru - Dagur III
Leit að mannlegri tilveru - Dagur IV