Leit að mannlegri tilveru - Dagur I
Kvöldið ber mig með
þrálátum rigningaskúrum
að bárujárnsklæddum kofa
fjörubúans.
Saggakennt loftið
háir eilífa baráttu
við ilm nýlagaðs kaffis.
Drukkið úr haldalausum skipstjóraföntum.
Skeggið litað tóbakstaumum
liðinna tíma.
Augun eru full af lífi og
stangast á við angurvært hummið
er rýfur þögnina taktfast
en hopar á ný.
Hrukkótt höndin tekur í mína,
mál að halda af stað.
Engu nær en mettur af kaffi
er hafði yfir sér kynngimagnaðan kraft.
Tek stefnuna upp eyrina
og inn í bæ.
Regnbogi.

 
Klemenz Bjarki
1975 - ...


Ljóð eftir Klemenz Bjarka

Yfir hafið
Að eilífu
Ágústlok
Þjóðtrúin lifandi komin
Leit að mannlegri tilveru - Dagur I
Minningar
Leit að mannlegri tilveru - Dagur II
Leit að mannlegri tilveru - Dagur III
Leit að mannlegri tilveru - Dagur IV