

Sólin gneistar og skín
í ljósu hárinu.
Vindurinn gælir, blíðlega
við vangana mjúka,
bjarta sem tunglskin
á næturhimni.
Augun himnabrot tvö,
skínandi sátt við lífið,
og óreynd ævintýr æskunnar.
Blómstur varanna ósnert,
ennþá hjúpað af sakleysi
og leyndardómi púpunnar.
Ég á þessar línur með þér
elsku Myrra Rós mín,
en þig hef ég aðeins að láni
að vilja Guðs.
í ljósu hárinu.
Vindurinn gælir, blíðlega
við vangana mjúka,
bjarta sem tunglskin
á næturhimni.
Augun himnabrot tvö,
skínandi sátt við lífið,
og óreynd ævintýr æskunnar.
Blómstur varanna ósnert,
ennþá hjúpað af sakleysi
og leyndardómi púpunnar.
Ég á þessar línur með þér
elsku Myrra Rós mín,
en þig hef ég aðeins að láni
að vilja Guðs.
19.03.1993.