Ósáttur við opinber skrif 1998
Alla dreymir drauma.... sem þeir ekki skilja
og drekka úr tómum bikar... sem þeir gera og ekki vilja
sumum reynist betur að... sig drullunni að dylja
aðrir sannleikann opinbera naktann... sýna\'ann og ei hylja

en þeir sem ráða ráða og sýna vilja sinn í verki
vandvirknin á undanhaldi eins og trúin lausum klerki
stefnuleysi hrjáir þann sem trúlaus tryggur þegir
téður velur leið þá sem eru endalausir vegir

sumir segja \"kjósið mig því hann sig vart má hræra
hans er sagan þykkjuþung sem senn verður að kæra
veljið ei þann sem eirir og er af viti og sálu ærður\"
af vitsmuna- og greindarleysi er þessi maður kærður

Þessir mættu sofa þegar sólin dagsins nýtur
og sjá ei hvernig lífið fyrir dauðum orðum lítur
Þessa mætti dreyma drauma sem þeir ekki skilja
og skilja að skilja suma drauma ættu þeir ekki að vilja

ég hef nú lesið það sem vegur þungt í texta þínum
og þykist vita að fylgi fjöldans ei fylgir orðum mínum
að finnast og þykja orð þín hjóm, hviða úr vindsins æði
og vona að orð þín og meining öll til svefnins dauða blæði

það ætíð verður styrkur þinn, og nagli að sigri þínum
seigur sá nagli verður og er, kjölfestan að ritdauða mínum
sá nagli er blaður og opinbert raus, mér snærið að hálsinum þrengdu
hver maður er saklaus uns sök hans er sönn, án sannanna ritandann rengdu  
Höfundur Óþekkur
1969 - ...
Smá pæling um þá sem gagnrýna skrif annarra opinberlega


Ljóð eftir Höfund Óþekkann

Ósáttur við opinber skrif 1998
Kveðja til föðurs
Draumur
Sjálfslýsing