Sjálfslýsing
Býsna flínkur seggur klár
Járnsleginn harður stilltur
Öllum hættum að dregur dár
Rengir engann né fellir tár
Nefndur er góður piltur

Hrokafullur ekki er
Allur af vilja gerður
Léttilega syngja fer
Lítillátur verður
Dróttinn kveður manna best
Ósk hvers konu hjarta
Réttilega veit vel flest
Seggsins hugsun bjarta
Sagan er að hálfu sögð
Olli því nafnsins linni
Náttúran er undirlögð
af nefndum í bögu minni
 
Höfundur Óþekkur
1969 - ...


Ljóð eftir Höfund Óþekkann

Ósáttur við opinber skrif 1998
Kveðja til föðurs
Draumur
Sjálfslýsing