sektarkennd
Einmanna maður
dansar í vindinum.
Finnur regnið kyssa votar kinnarnar,
blíðlega- í myrkrinu

Varir hanns titra
taktfast í kyrrðinni.

Hendurnar reisir til himins
og horfir, með tómlegum augunum.
Allt sem var- horfið.
Hversvegna framdi hann morðið?  
Guðný Lára
1977 - ...


Ljóð eftir Guðnýju Láru

sektarkennd
11. febrúar 1999