Háir hólar
Trúir þú því
að hér sé allt morandi í óhreinum öndum
sem skjótist útúr hverju skúmaskoti
hjáróma galandi í kór: Sjáðu mig - sjáðu mig!

Þetta eru púkar og fjandar
og einn glóandi andi
sem er bleikur á hörund
og gengur á iljunum, trúirðu því?

Og þeir halda því fram
að ég hafi hóað þeim saman
á safnaðarfund - ég get svo svarið það!
Samt er kirkja á hverri einustu hæð,
í hverjum einasta hóli, trúirðu því!  
Linda Vilhjálmsdóttir
1958 - ...
Úr bókinni Klakabörnin.
Mál og menning, 1992.
Allur réttur áskilinn höfundi.


Ljóð eftir Lindu Vilhjálmsdóttur

Háir hólar
Í hjartastað