Sonatorrek
1.
Mjög erumk tregt
tungu að hræra
eða loftvægi
ljóðpundara.
Era nú vænlegt
of Viðris þýfi
né hógdrægt
úr hugar fylgsni.
2.
Era auðþeystr,
því að ekki veldr
höfuglegr,
úr hyggju stað
fagnafundr
Friggjar niðja,
ár borinn
úr Jötunheimum,
3.
lastalaus
er lifnaði
á Nökkvers
nökkva bragi.
Jötuns háls
undir þjóta
Náins niðr
fyr naustdurum.
4.
Því að ætt mín
á enda stendr,
sem hræbarnar
hlinar marka.
Era karskr maðr
sá er köggla ber
frænda hrörs
af fletjum niðr.
5.
Þó mun eg mitt
og móður hrör
föður fall
fyrst of telja.
Það ber eg út
úr orðhofi
mærðar timbr
máli laufgað.
6.
Grimmt varum hlið
það er hrönn of braut
föður míns
á frændgarði.
Veit eg ófullt
og opið standa
sonar skarð
er mér sjár of vann.
7.
Mjög hefr Rán
ryskt um mig.
Er eg ofsnauðr
að ástvinum.
Sleit mar bönd
minnar ættar,
snaran þátt
af sjálfum mér.
8.
Veist ef þá sök
sverði of rækag
var ölsmiðr
allra tíma.
Hroða vogs bræðr,
ef vega mættag,
færi eg andvígr
og Ægis mani.
9.
En eg ekki
eiga þóttist
sakar afl
við sonar bana
því að alþjóð
fyr augum verðr
gamals þegns
gengileysi.
10.
Mig hefr mar
miklu ræntan,
grimmt er fall
frænda að telja,
síðan er minn
á munvega
ættar skjöldr
aflífi hvarf.
11.
Veit eg það sjálfr
að í syni mínum
vara ills þegns
efni vaxið
ef sá randviðr
röskvast næði
uns her-Gauts
hendr of tæki.
12.
Æ lét flest
það er faðir mælti
þótt öll þjóð
annað segði,
mér upp hélt
of verbergi
og mitt afl
mest of studdi.
13.
Oft kemr mér
mána bjarnar
í byrvind
bræðraleysi.
Hyggjumk um
er hildr þróast,
nýsumk hins
og hygg að því
14.
hver mér hugaðr
á hlið standi
annar þegn
við óðræði.
Þarf eg hans oft
of hergjörum.
Verð eg varfleygr
er vinir þverra.
15.
Mjög er torfyndr
sá er trúa knegum
of alþjóð
Elgjar gálga
því að niflgóðr
niðja steypir
bróður hrör
við baugum selr.
16.
Finn eg það oft,
er fjár beiðr....
.........
17.
Það er og mælt
að engi geti
sonar iðgjöld
nema sjálfr ali
enn þann nið
er öðrum sé
borinn maðr
í bróður stað.
18.
Erumka þekkt
þjóða sinni
þótt sérhver
sátt of haldi.
Bur er Bileygs
í bæ kominn,
kvonar sonr,
kynnis leita.
19.
En mér fens
í föstum þokk
hrosta hilmir
á hendr stendr.
Máka eg upp
jörðu grímu,
rínis reið,
réttri halda
20.
síð er son minn
sóttar brími
heiftuglegr
úr heimi nam,
þann er eg veit
að varnaði
vamma var
við vámæli.
21.
Það man eg enn
er upp of hóf
í goðheim
Gauta spjalli
ættar ask
þann er óx af mér
og kynvið
kvonar minnar.
22.
Átti eg gott
við geira drottin.
gerðumk tryggr
að trúa honum
áðr vinan
vagna rúni,
sigrhöfundr,
of sleit við mig.
23.
Blætka því
bróður Vílis,
goðjaðar,
að gjarn sé eg.
Þó hefr Míms vinr
mér of fengnar
bölva bætr
ef hið betra tel eg.
24.
Gafumk íþrótt
úlfs of bági
vígi vanr
vammi firrða
og það geð
er eg gerði mér
vísa fjendr
af vélöndum.
25.
Nú er mér torvelt.
Tveggja bága
njörva nift
á nesi stendr.
Skal eg þó glaðr
með góðan vilja
og óhryggr
heljar bíða.
Mjög erumk tregt
tungu að hræra
eða loftvægi
ljóðpundara.
Era nú vænlegt
of Viðris þýfi
né hógdrægt
úr hugar fylgsni.
2.
Era auðþeystr,
því að ekki veldr
höfuglegr,
úr hyggju stað
fagnafundr
Friggjar niðja,
ár borinn
úr Jötunheimum,
3.
lastalaus
er lifnaði
á Nökkvers
nökkva bragi.
Jötuns háls
undir þjóta
Náins niðr
fyr naustdurum.
4.
Því að ætt mín
á enda stendr,
sem hræbarnar
hlinar marka.
Era karskr maðr
sá er köggla ber
frænda hrörs
af fletjum niðr.
5.
Þó mun eg mitt
og móður hrör
föður fall
fyrst of telja.
Það ber eg út
úr orðhofi
mærðar timbr
máli laufgað.
6.
Grimmt varum hlið
það er hrönn of braut
föður míns
á frændgarði.
Veit eg ófullt
og opið standa
sonar skarð
er mér sjár of vann.
7.
Mjög hefr Rán
ryskt um mig.
Er eg ofsnauðr
að ástvinum.
Sleit mar bönd
minnar ættar,
snaran þátt
af sjálfum mér.
8.
Veist ef þá sök
sverði of rækag
var ölsmiðr
allra tíma.
Hroða vogs bræðr,
ef vega mættag,
færi eg andvígr
og Ægis mani.
9.
En eg ekki
eiga þóttist
sakar afl
við sonar bana
því að alþjóð
fyr augum verðr
gamals þegns
gengileysi.
10.
Mig hefr mar
miklu ræntan,
grimmt er fall
frænda að telja,
síðan er minn
á munvega
ættar skjöldr
aflífi hvarf.
11.
Veit eg það sjálfr
að í syni mínum
vara ills þegns
efni vaxið
ef sá randviðr
röskvast næði
uns her-Gauts
hendr of tæki.
12.
Æ lét flest
það er faðir mælti
þótt öll þjóð
annað segði,
mér upp hélt
of verbergi
og mitt afl
mest of studdi.
13.
Oft kemr mér
mána bjarnar
í byrvind
bræðraleysi.
Hyggjumk um
er hildr þróast,
nýsumk hins
og hygg að því
14.
hver mér hugaðr
á hlið standi
annar þegn
við óðræði.
Þarf eg hans oft
of hergjörum.
Verð eg varfleygr
er vinir þverra.
15.
Mjög er torfyndr
sá er trúa knegum
of alþjóð
Elgjar gálga
því að niflgóðr
niðja steypir
bróður hrör
við baugum selr.
16.
Finn eg það oft,
er fjár beiðr....
.........
17.
Það er og mælt
að engi geti
sonar iðgjöld
nema sjálfr ali
enn þann nið
er öðrum sé
borinn maðr
í bróður stað.
18.
Erumka þekkt
þjóða sinni
þótt sérhver
sátt of haldi.
Bur er Bileygs
í bæ kominn,
kvonar sonr,
kynnis leita.
19.
En mér fens
í föstum þokk
hrosta hilmir
á hendr stendr.
Máka eg upp
jörðu grímu,
rínis reið,
réttri halda
20.
síð er son minn
sóttar brími
heiftuglegr
úr heimi nam,
þann er eg veit
að varnaði
vamma var
við vámæli.
21.
Það man eg enn
er upp of hóf
í goðheim
Gauta spjalli
ættar ask
þann er óx af mér
og kynvið
kvonar minnar.
22.
Átti eg gott
við geira drottin.
gerðumk tryggr
að trúa honum
áðr vinan
vagna rúni,
sigrhöfundr,
of sleit við mig.
23.
Blætka því
bróður Vílis,
goðjaðar,
að gjarn sé eg.
Þó hefr Míms vinr
mér of fengnar
bölva bætr
ef hið betra tel eg.
24.
Gafumk íþrótt
úlfs of bági
vígi vanr
vammi firrða
og það geð
er eg gerði mér
vísa fjendr
af vélöndum.
25.
Nú er mér torvelt.
Tveggja bága
njörva nift
á nesi stendr.
Skal eg þó glaðr
með góðan vilja
og óhryggr
heljar bíða.
Egill varð fyrir þeirri ógæfu að missa tvo syni, þá Gunnar og Böðvar. Þegar Böðvar drukknaði missti hann lífslöngunina og ætlaði að svelta sig til bana. Þorgerður dóttir hans þóttist þá ætla að fylgja honum í dauðann og lagðist hjá honum. Eftir nokkra stund heyrir hann að hún er að tyggja söl. Segist hún gera það til flýta fyrir dauðanum. En sölin vöktu upp þorsta og Agli er færð mjólk og þar með var úti um áform hans. Í staðinn fékk Þorgerður hann til að yrkja erfiljóð eftir synina. Kvæðið telur 25 erindi og er ort undir kviðuhætti.