Huldufólkssögur I
Um leið og báturinn leggst að sofandi ströndinni sjáum við fyrstu pensildrætti sólarinnar á gáróttum haffletinum. Dökkklæddir fiskimennirnir bera afla sinn í átt til bæjar en einn þeirra verður eftir til að festa bátinn. Svo gengur hann upp götuna með fangið fullt af rifnu þorskaneti. Hann er stærstur þeirra allra, rauðskeggjaður og þrútinn í andliti. Við þekkjum öll þennan mann. Þekkjum afl hans og virðum það og óttumst í senn. Samt getum við ekki annað en hlegið þegar við komum auga á tóbakshornið á götunni, um leið og hann lokar bæjardyrunum.  
Valgarður Lyngdal Jónsson
1972 - ...
Birtist í bókinni NEMA-ljóð og sögur.
Gefin út af nemum í Kennaraháskóla Íslands, 1996.


Ljóð eftir Valgarð Lyngdal Jónsson

Vegaljóð
Huldufólkssögur I
Huldufólkssögur II
Huldufólkssögur III