

Í villugjörnum ranghölum lífsins
tekur þú í hönd mína
og leiðir mig heim.
Í biksvörtu djúpi næturinnar
kveikir þú mér kertaljós
og vísar mér veg.
Í botnlausum hyljum sorgarinnar
heldur þú mér sem fastast
og ég læt huggast.
tekur þú í hönd mína
og leiðir mig heim.
Í biksvörtu djúpi næturinnar
kveikir þú mér kertaljós
og vísar mér veg.
Í botnlausum hyljum sorgarinnar
heldur þú mér sem fastast
og ég læt huggast.