

Heimahagarnir
ætíð svo litfagrir
í síkvikri birtu
minninganna.
Stundum
sveipaðir skærgrænum hjúpi
með hágulum blómum
á dreif.
Stundum brakandi hvítir,
ósnortnir, flekklausir.
Í verunni
vorar þar seint
& vetrar illa;
bernskuslóðin
klædd móskulegum kufli.
ætíð svo litfagrir
í síkvikri birtu
minninganna.
Stundum
sveipaðir skærgrænum hjúpi
með hágulum blómum
á dreif.
Stundum brakandi hvítir,
ósnortnir, flekklausir.
Í verunni
vorar þar seint
& vetrar illa;
bernskuslóðin
klædd móskulegum kufli.