Klukkunnar tif
Er lífið til þess eins að lifa?
Lifa, heyra klukkuna tifa?

Þetta var einn svona dagur,
Svona bara bjartur og fagur.

Hinar lögðu á flótta,
Hún hló að þeirra ótta.

Hann gaf henni skó,
Og enn að hinum hún hló.

Og ég lifi og lifi,
Lifi á klukkunnar tifi.

Og þetta ansvítans fól,
Notaði allskostar tæki og tól.

Það heyrðist hávært öskur,
Svo var henni troðið í töskur.

Þarna gerðist margt,
Á mínútum var allt orðið svart.

Ertu viss um að þú viljir lifa?
Lifa, hlusta á klukkuna tifa?  
Rut
1986 - ...


Ljóð eftir Rut

Klukkunnar tif
Horaður nútími
Líf
Ævarandi vinátta