Trúin hennar ömmu
Í garðinum heima,eru álfar að sveima,
og hreyfingin mælist.
Því grassið það bælist og kötturinn fælist,
og amma er viss í sinni trú.
Þeir ýtu burt hólnum og amma stólnum,
grimm eins og ýta.
Þeir mundu hefndina nýta,illum forlögum flýta,
sagði amma og dæsti við gluggann.
En hefndin kom ekki,hún hvarf í mekki,
og erli og látum,og nútíma gátum,
Um fljúgandi diska og ömmu.