Minning í Dalnum
Ég horfi yfir Dalinn og hugsa um liðin sumur,
þá varst þú hér og fórst með okkur uppá fjöll.
En nú ertu bara minning í Dalnum,
heldur þig alltaf heima við og gætir krakkana.
Litli engillinn brosir við lífinu og talar oft um ömmu,
ömmuna sem á hitt húsið heima.
Ömmuna sem alltaf gaf henni kleinur og súkkulaði
alltaf þegar hún fór yfir með póstinn eða bara að heimsækja ömmu sína.
Prinsinn sem alltaf var ljósið hennar ömmu,
talar alltaf um það hversu hann saknar þín.
Hann saknar þess ætíð þegar hann gat farið yfir,
já yfir til ömmu bara til að spjalla og sníkja nokkrar kleinur.
Dísin okkar bara brosir við öllu bæði slæmu og illu,
það er þó eitt sem hún saknar já og mun alltaf sakna.
Það sem dísin okkar saknar mest,
er að fara í göngutúr með ömmu uppá fjöll og um firnindi.
Nafnan sem alltaf hefur haft sína erfiðleika,
hefur brosað í gegnum tárin síðan þú fórst.
Hún minnist ætíð reiðtúrana með ömmu,
þessa löngu reiðtúra, einnig góðra ráða hefur hún alltaf að minnast
Ég sit hér og horfi inn í Dalinn,
ég hugsa um það sem liðið er.
Það sem liðið hefur og það sem líða mun,
hvernig lífið mun vera án þín.
þá varst þú hér og fórst með okkur uppá fjöll.
En nú ertu bara minning í Dalnum,
heldur þig alltaf heima við og gætir krakkana.
Litli engillinn brosir við lífinu og talar oft um ömmu,
ömmuna sem á hitt húsið heima.
Ömmuna sem alltaf gaf henni kleinur og súkkulaði
alltaf þegar hún fór yfir með póstinn eða bara að heimsækja ömmu sína.
Prinsinn sem alltaf var ljósið hennar ömmu,
talar alltaf um það hversu hann saknar þín.
Hann saknar þess ætíð þegar hann gat farið yfir,
já yfir til ömmu bara til að spjalla og sníkja nokkrar kleinur.
Dísin okkar bara brosir við öllu bæði slæmu og illu,
það er þó eitt sem hún saknar já og mun alltaf sakna.
Það sem dísin okkar saknar mest,
er að fara í göngutúr með ömmu uppá fjöll og um firnindi.
Nafnan sem alltaf hefur haft sína erfiðleika,
hefur brosað í gegnum tárin síðan þú fórst.
Hún minnist ætíð reiðtúrana með ömmu,
þessa löngu reiðtúra, einnig góðra ráða hefur hún alltaf að minnast
Ég sit hér og horfi inn í Dalinn,
ég hugsa um það sem liðið er.
Það sem liðið hefur og það sem líða mun,
hvernig lífið mun vera án þín.