Náttúran og ég.
Ég teygaði drykkinn á maga við vatnið,
og lét höfuð mitt blotna um leið,
er brjóst mitt nam við döggvott grasið,
ég tengist náttúru um skeið.
Þá augu mín lukust í augnabliks leik,
að staður og stund varð eitt,
að náttúran vildi að ég væri með,
þótt í huganum ég gerði ei neitt.
Hún var bara þarna á þessum stað,
og beið þess á líðandi stund,
að ég þessi vera gæti vitnað um það,
að við hefðum átt saman fund.
og lét höfuð mitt blotna um leið,
er brjóst mitt nam við döggvott grasið,
ég tengist náttúru um skeið.
Þá augu mín lukust í augnabliks leik,
að staður og stund varð eitt,
að náttúran vildi að ég væri með,
þótt í huganum ég gerði ei neitt.
Hún var bara þarna á þessum stað,
og beið þess á líðandi stund,
að ég þessi vera gæti vitnað um það,
að við hefðum átt saman fund.