Gamla bænahúsið.
Rísa og hníga aldir í takt við sköpun,
breyta lögun grasvarða við smáa glugga,
innan berir veggir blaka skuggum fugla,
hrjúfur hljómur kveður við á þessum stað.
Sýgur á höfgi er hurðin af hjörum opnast,
hleypur um tímans vindrof við mannlegt rót.
Þú vaknar í bláu lofti og gyltum stjörnum,
blasir göfug vina úr rekvið á hverri þjöl,
innst þar inni í tímaleysi og þolinmæði,
enn blasir mynd þín við okkur föl.
breyta lögun grasvarða við smáa glugga,
innan berir veggir blaka skuggum fugla,
hrjúfur hljómur kveður við á þessum stað.
Sýgur á höfgi er hurðin af hjörum opnast,
hleypur um tímans vindrof við mannlegt rót.
Þú vaknar í bláu lofti og gyltum stjörnum,
blasir göfug vina úr rekvið á hverri þjöl,
innst þar inni í tímaleysi og þolinmæði,
enn blasir mynd þín við okkur föl.