Jónsmessudraumur.
Í síðasta skipti er slátrið á þínum borðum.
Það er Jónsmessa og spekin lýsir í fáeinum orðum,
að björgun sé vís,ef þú stekkur nakinn á öðrum fæti,
með miðnætursólinni í kringum hús þitt með hóflegri kæti.
Þá mun allt gull sem grafið er í bergið lenda í þínum höndum,
en þá máttu ekki segja neitt í návist hjá komandi öndum.
Þú framkvæmir verkið,og móður leggst svo í ilmandi grasið.
Þá þú upplifir mikið,og heyrir í jörðinni náttúru masið.
Svo uppspretta ljósar verur með augun blá og fara að kvísla.
Mennskur maður,nú er bjargræðistími.Hvað ertu að sýsla?
Þú réttir fram lófann,en heldur þér annars saman.
Þeir dansa mikið og hafa af þér allskonar gaman.
En ekki sést björgin,sem þeir áttu þér að bjóða,
og ef fram heldur,þarftu í haust aftur slátrið þitt að sjóða.
Þá byrjuðu þeir að henda í þig gulli ,og þú með enga vasa,
og fjöregg þín döggvot um hendur þínar hrasa.
Þú vaknaðir upp með andfælum og steytir hnefa í steina,
og kaldur norðan gusturinn þakkaði þér fyrir að reyna
Verst er í heimi,þegar spekin vitlaus fær að líðast,
þú vesæll maður munt alltaf þannig koma síðast.
Það er Jónsmessa og spekin lýsir í fáeinum orðum,
að björgun sé vís,ef þú stekkur nakinn á öðrum fæti,
með miðnætursólinni í kringum hús þitt með hóflegri kæti.
Þá mun allt gull sem grafið er í bergið lenda í þínum höndum,
en þá máttu ekki segja neitt í návist hjá komandi öndum.
Þú framkvæmir verkið,og móður leggst svo í ilmandi grasið.
Þá þú upplifir mikið,og heyrir í jörðinni náttúru masið.
Svo uppspretta ljósar verur með augun blá og fara að kvísla.
Mennskur maður,nú er bjargræðistími.Hvað ertu að sýsla?
Þú réttir fram lófann,en heldur þér annars saman.
Þeir dansa mikið og hafa af þér allskonar gaman.
En ekki sést björgin,sem þeir áttu þér að bjóða,
og ef fram heldur,þarftu í haust aftur slátrið þitt að sjóða.
Þá byrjuðu þeir að henda í þig gulli ,og þú með enga vasa,
og fjöregg þín döggvot um hendur þínar hrasa.
Þú vaknaðir upp með andfælum og steytir hnefa í steina,
og kaldur norðan gusturinn þakkaði þér fyrir að reyna
Verst er í heimi,þegar spekin vitlaus fær að líðast,
þú vesæll maður munt alltaf þannig koma síðast.