17.Júní
Sagan forðum með almennum orðum,
kúgun í öldum,lentu í Öxará fossinum köldum,með nornunum töldum.
Aðeins þeir fáu auðbrekku sáu og fákanna fráu,
hinir með auðmýkt lágu,með augu sín smáu, á hrauninu gráu.
Draumur í lundi,náðu fjallkonu fundi,og tröllkonan rumdi,
áfakonan stundi í Hreggviðs blundi,og fjallið dundi.
Djúp er alda,dauð er Skjalda ,hirð að gjalda,
Dreyri á stefnið kalda,með landvætti falda.
lifir það smáa.Túnfífl og sóley við fjallið háa,af einskærum þráa.
uppfylla velli og engi,þótt slegið sé lengi,lengi.
Dugur tekur völdin,vættir höndla skjöldinn.kúgun fellir tjöldin.
Nú er það þessi öldin,sem rita ber á spjöldin.
Hvar finnast firðir að nýju,í aldanna Íslensku hlýju?
Hversdags hugljúfar raddir,Hrafnarnir fljúgandi saddir?
Lofgjörð un lindann þann bláa,ljósmenið í himninum háa?
Lyftist úr hamrinum höfgi,eilíft hróp um göfgi.
kúgun í öldum,lentu í Öxará fossinum köldum,með nornunum töldum.
Aðeins þeir fáu auðbrekku sáu og fákanna fráu,
hinir með auðmýkt lágu,með augu sín smáu, á hrauninu gráu.
Draumur í lundi,náðu fjallkonu fundi,og tröllkonan rumdi,
áfakonan stundi í Hreggviðs blundi,og fjallið dundi.
Djúp er alda,dauð er Skjalda ,hirð að gjalda,
Dreyri á stefnið kalda,með landvætti falda.
lifir það smáa.Túnfífl og sóley við fjallið háa,af einskærum þráa.
uppfylla velli og engi,þótt slegið sé lengi,lengi.
Dugur tekur völdin,vættir höndla skjöldinn.kúgun fellir tjöldin.
Nú er það þessi öldin,sem rita ber á spjöldin.
Hvar finnast firðir að nýju,í aldanna Íslensku hlýju?
Hversdags hugljúfar raddir,Hrafnarnir fljúgandi saddir?
Lofgjörð un lindann þann bláa,ljósmenið í himninum háa?
Lyftist úr hamrinum höfgi,eilíft hróp um göfgi.