

Eins og sólin brosir þú.
Eins og skær stjarna glitrar þú.
Eins og rós í heiði blómstrar þú og dafnar.
En þú veist ekki...
Þú ert í blóma lífsins.
Eins og elding hrapar þú niður á kalda jörðina.
Eins og nótt að morgni hverfurðu burt.
Eins og dagar lífs þíns deyrðu út.
Og þú fattar ekki...
Þú varst í blóma lífsins, fíflið þitt.
Eins og gleði gærdagsins minnumst við þín.
Eins og birtu morgunsins söknum við þín.
Eins og öldur hafsins hvarfstu á brott.
Og við vitum...
Þú varst í blóma lífsins, elskan mín.
Eins og skær stjarna glitrar þú.
Eins og rós í heiði blómstrar þú og dafnar.
En þú veist ekki...
Þú ert í blóma lífsins.
Eins og elding hrapar þú niður á kalda jörðina.
Eins og nótt að morgni hverfurðu burt.
Eins og dagar lífs þíns deyrðu út.
Og þú fattar ekki...
Þú varst í blóma lífsins, fíflið þitt.
Eins og gleði gærdagsins minnumst við þín.
Eins og birtu morgunsins söknum við þín.
Eins og öldur hafsins hvarfstu á brott.
Og við vitum...
Þú varst í blóma lífsins, elskan mín.