Blómarós
Eins og sólin brosir þú.
Eins og skær stjarna glitrar þú.
Eins og rós í heiði blómstrar þú og dafnar.
En þú veist ekki...
Þú ert í blóma lífsins.

Eins og elding hrapar þú niður á kalda jörðina.
Eins og nótt að morgni hverfurðu burt.
Eins og dagar lífs þíns deyrðu út.
Og þú fattar ekki...
Þú varst í blóma lífsins, fíflið þitt.

Eins og gleði gærdagsins minnumst við þín.
Eins og birtu morgunsins söknum við þín.
Eins og öldur hafsins hvarfstu á brott.
Og við vitum...
Þú varst í blóma lífsins, elskan mín.  
Þóra Heimisdóttir
1986 - ...


Ljóð eftir Þóru Heimisdóttur

Blómarós
Vögguvísa
Vöggukvæði
Vinir