Vöggukvæði
Sofðu nú anginn litli,
sofðu vært og rótt,
hver veit nema draumadísir
þig heimsæki í nótt.

Ef til vill dreymir þig eitthvað
sem enginn í vöku sér,
megi það verða englar
og fríður álfaher.

Í faðminn hún mamma þig tekur,
huggar og þerrar þín tár.
Hún myrkrið burtu hrekur,
þig geymir um ókomin ár.

Í fanginu hans pabba þú hvílir,
kúrir í frosti og byl.
Í kuldanum hann þér yljar,
og leggur að hjarta síns yl.  
Þóra Heimisdóttir
1986 - ...


Ljóð eftir Þóru Heimisdóttur

Blómarós
Vögguvísa
Vöggukvæði
Vinir