Volaða land
Volaða land,
horsælu hérvistar slóðir,
húsgangsins trúfasta móðir,
volaða land!

Hafísa land,
ískrandi illviðrum marið,
eilífum hörmungum barið,
hafísa land!

Vandræða land,
skakkt eins og skothendu kvæði
skapaði guð þig í bræði,
vandræða land!

Drepandi land,
búið með kjark vorn og kjarna,
kúgandi merg þinna barna,
drepandi land!

Vesæla land!
Setið er nú meðan sætt er,
senn er nú étið hvað ætt er
vesæla land!

Hrafnfundna land,
mun þú ei hentugast hröfnum?
Héðan er beint vorum stöfnum,
hrafnfundna land!  
Matthías Jochumsson
1835 - 1920


Ljóð eftir Matthías Jochumsson

Fögur er foldin
Minn friður
Lífsstríð og lífsfró
Eggert Ólafsson
Ó, faðir, gjör mig lítið ljós
Ég fel í forsjá þína
Á jólum
Hvað boðar nýárs blessuð sól?
Lofsöngur
Börnin frá Hvammkoti
Minni kvenna
Íslensk tunga
Volaða land
Bjargið alda
Jólin 1891