DROTTNINGAR
Ég veit um stráka sem klæðast kjólum,
setja púður og varalit.
Í glæstum kjól þar drottning gengur,
svo mæður standa og verða "bit".

Þeir hneyksla gamla karla og unga,
sem horfa á þennan undraheim.
En engin veit það hvað er bakvið,
litríkt andlitið á þeim.

Áfram götuna gengur, áfram niður Laugaveg,
Áfram gönguna gengur, niður Laugaveg.

Um kvöldið er dansað, sungið, dragað,
og ástin eina fer á kreik.
Við barinn standa drottningar
og prinsessur sem fara í sleik.

Áfram götuna gengur, áfram niður Laugaveg,
Áfram gönguna gengur, niður Laugaveg.
Áfram götuna gengur, áfram niður Laugaveg,
Áfram gönguna gengur, niður Laugaveg.
 
Sveinn Hjörtur
1971 - ...
Sá þessa sýn á GAY-PRAID! Mín skoðun og túlkun á þessu öllu saman.


Ljóð eftir Svein Hjört

DROTTNINGAR
UNDIR REGNBOGANUM
ALEINN Á ÚTHAFI