ALEINN Á ÚTHAFI
Aleinn á úthafi,
aleinn er líkami.
Engin veit hvar maður er
-aleinn á úthafi.

Hverfur hægt líkaminn,
með öldukoss á kinn.
Engin veit hvar maður er
-aleinn er líkami.

Sál sem vætt er sjó,
manni sem að dó.
Engin veit hvar maður er
-aleinn á úthafi.

Í landi grætur kona,
um manninn sinn að vona.
Engin veit hvar maður er
-aleinn á úthafi.

Bátnum ei landi næ,
veltur á báru og sæ.
Engin veit hvar maður er
-aleinn á úthafi.

Ef gæt´ hún kysst sinn mann
manninn sem hún ann.
Engin veit hvar maður er
-aleinn á úthafi.

Sálin finnur ró,
hjá manni þeim er dó.
Engin veit hvar maður er
-aleinn á úthafi.
 
Sveinn Hjörtur
1971 - ...
Einn æskuvinur minn sem ég missti samband við á unglingsárum, missti bróðir sinn og fósturpabba í drukknun. Það tekur mig alltaf að heyra þegar menn drukkna og finnast ekki! Það er svo sárt að fá ekki að kveðja...


Ljóð eftir Svein Hjört

DROTTNINGAR
UNDIR REGNBOGANUM
ALEINN Á ÚTHAFI