Brostin von
Brotin postulínsskál með gylltum skreytingum
er eins og brostin vonin.
Vonin var eitt sinn skreytt
fögrum minningum.
Svo missir einhver þessa viðkvæmu skál,
strengurinn er slitinn, þessi viðkvæmi strengur.
Þessi litla fallega von,
allt ónýtt.
Var máski ei brotin með vilja,
einhvern veginn mun það taka langan tíma að laga.
Að líma saman skálina, græða strenginn,
en það mun ætíð vera sár.
Eins og lítill blómknappur dafnar að vori,
getur vonin vaknað á ný.
Ber þó ætíð hræðsluna í sér,
en vonar að allt lagist á ný.
er eins og brostin vonin.
Vonin var eitt sinn skreytt
fögrum minningum.
Svo missir einhver þessa viðkvæmu skál,
strengurinn er slitinn, þessi viðkvæmi strengur.
Þessi litla fallega von,
allt ónýtt.
Var máski ei brotin með vilja,
einhvern veginn mun það taka langan tíma að laga.
Að líma saman skálina, græða strenginn,
en það mun ætíð vera sár.
Eins og lítill blómknappur dafnar að vori,
getur vonin vaknað á ný.
Ber þó ætíð hræðsluna í sér,
en vonar að allt lagist á ný.
22. janúar 2001