Dofin
Ég er hætt að heyra
stend dofin
heyri nafn mitt endurtekið
en ég heyri ekki.

Ranka við mér.
,,Viltu endurtaka þetta?!",
samt trúi ég ekki röddinni í símanum.

Ég sting símanum ofan í töskuna.
Stari útí loftið.
sé ekki fólkið sem gengur framhjá mér.

Eðli fólks kemur sífellt á óvart.
 
Súld
1978 - ...


Ljóð eftir Súld

Ég...
My life
Dofin