Leit að mannlegri tilveru - Dagur II
Regnboginn er brúin
og samt heyri ég grasið ekki vaxa.
Vísar mér ekki á gull
en húsið er gult
eins og túnfífill á grænum lundi.
Hún er ung
en samt ævaforn,
eilíf í rósóttum kjól og gúmmístígvélum.
Fer með stöku úr Íslendingasögunum
um leið og hún kastar steini í París.
Spyr fleiri spurninga
en ég fæ greint.
Talar ekki heldur hlær.
Hlær við mér.
Gefur mér egg
og kyssir mig á kinnina.
Horfinn úr garðinum
og fylgi sólargeislanum.
 
Klemenz Bjarki
1975 - ...


Ljóð eftir Klemenz Bjarka

Yfir hafið
Að eilífu
Ágústlok
Þjóðtrúin lifandi komin
Leit að mannlegri tilveru - Dagur I
Minningar
Leit að mannlegri tilveru - Dagur II
Leit að mannlegri tilveru - Dagur III
Leit að mannlegri tilveru - Dagur IV