Dánarfréttir (Með lagi)
Nú er hann Þórshamar hættur að ríða húsum,
því húsin hafa yfirgefið hann.
Í lausu lofti yfir móðuna miklu
hann brenndist á tánum,því skrattinn honum ann.
það þykkir okkur hinum súrt í broti,
að vera lúsug skilin eftir hér.
því það var honum svona mest að kenna,
hann tímdi ekki að gefa af sjálfum sér.
Arftakaliðið legsteininn eina það signir,
hraðar sér burtu með það sem eftir er.
Og fótsporin hverfa og fjörðurinn af bátunum lygnir,
með þrúgandi þögninni máfurinn syngur með sér.
En Þorpsfíflið borar í nefið og kyngir hori,
og útgerðarskiltið ryðgar hægt og hljót.
þetta er ekki lengur spurning hvort einhver þori,
heldur hversu þú kemst burtu nógu fljót.
því húsin hafa yfirgefið hann.
Í lausu lofti yfir móðuna miklu
hann brenndist á tánum,því skrattinn honum ann.
það þykkir okkur hinum súrt í broti,
að vera lúsug skilin eftir hér.
því það var honum svona mest að kenna,
hann tímdi ekki að gefa af sjálfum sér.
Arftakaliðið legsteininn eina það signir,
hraðar sér burtu með það sem eftir er.
Og fótsporin hverfa og fjörðurinn af bátunum lygnir,
með þrúgandi þögninni máfurinn syngur með sér.
En Þorpsfíflið borar í nefið og kyngir hori,
og útgerðarskiltið ryðgar hægt og hljót.
þetta er ekki lengur spurning hvort einhver þori,
heldur hversu þú kemst burtu nógu fljót.