

Hamrandi tilfinningin
sest að í líkamanum.
Eyðandi afl óvissunnar
streymir með hraða,
fossins í gljúfrinu.
Á þverhnípi ástríðna
stend ég nakin.
Fyrir því sem enginn
getur forðast,
HRAPIÐ.
Fyrir þig er hrösun
aðeins ljúffengt bragð,
ávaxtar,týndum í leyni
í garði mínum.
Þú ert ástríða mín.
Svipt skynsemi og vissu
um daginn í dag.
Biðin tærir, hverja taug
lamar vitundina.
Firrt kærleika sjálfs sín.
Þú ert tímabundin
KJARNORKUSTYRJÖLD
sálar minnar.
Eftir stendur skipsbrot
tilfinninga minna.
sest að í líkamanum.
Eyðandi afl óvissunnar
streymir með hraða,
fossins í gljúfrinu.
Á þverhnípi ástríðna
stend ég nakin.
Fyrir því sem enginn
getur forðast,
HRAPIÐ.
Fyrir þig er hrösun
aðeins ljúffengt bragð,
ávaxtar,týndum í leyni
í garði mínum.
Þú ert ástríða mín.
Svipt skynsemi og vissu
um daginn í dag.
Biðin tærir, hverja taug
lamar vitundina.
Firrt kærleika sjálfs sín.
Þú ert tímabundin
KJARNORKUSTYRJÖLD
sálar minnar.
Eftir stendur skipsbrot
tilfinninga minna.