

Ég horfi
inn í þögult
hjarta þitt.
Einmana og sært
bíður það aflausnar
sorgarinnar.
Dagarnir líða
hver af öðrum
í tilgangslausu tómi.
Hrjúfar hendur tímans
kæfa von þína
hægt og rólega.
Endastöðin nálgast
og friður færist yfir
ásýnd þína,
þú ert loksins kominn heim.
inn í þögult
hjarta þitt.
Einmana og sært
bíður það aflausnar
sorgarinnar.
Dagarnir líða
hver af öðrum
í tilgangslausu tómi.
Hrjúfar hendur tímans
kæfa von þína
hægt og rólega.
Endastöðin nálgast
og friður færist yfir
ásýnd þína,
þú ert loksins kominn heim.