

Í kristalstæru ljósi þínu
liggur leiðin heim,
hvar eru perlur táranna
sem ég grét sem barn.
Hvítvængjaður hestur
bíður mín ,fullbúinn.
Hann ætlar að fljúga með mig
út fyrir líkamann,
inn í samvitund himnanna.
Til allra þeirra sem bíða
eftir sambandi við hinn
sofandi heim.
Milli svefns og vöku
stend ég við endamörkin
sogast inn í ævintýri lífsins.
liggur leiðin heim,
hvar eru perlur táranna
sem ég grét sem barn.
Hvítvængjaður hestur
bíður mín ,fullbúinn.
Hann ætlar að fljúga með mig
út fyrir líkamann,
inn í samvitund himnanna.
Til allra þeirra sem bíða
eftir sambandi við hinn
sofandi heim.
Milli svefns og vöku
stend ég við endamörkin
sogast inn í ævintýri lífsins.