

Ég upplifði kraftaverkið
í sjálfinu.
Hrædd og örmagna
eftir langa leið.
Blóðrauð sprengingin,
einn sjóðandi hver,
og allir geislar sólarinnar
dönsuðu í skjálfandi líkama mínum.
Út úr hitamistrinu
steig nakin,óvarin sálin.
Ósjálfbjarga eins og nýfætt barn
án fyrstu snertingar.
Hægt,já svo ofurhægt
mættumst við,svifum
svifum á braut
í algleymis andartaki
endurfundanna.
(1992)
í sjálfinu.
Hrædd og örmagna
eftir langa leið.
Blóðrauð sprengingin,
einn sjóðandi hver,
og allir geislar sólarinnar
dönsuðu í skjálfandi líkama mínum.
Út úr hitamistrinu
steig nakin,óvarin sálin.
Ósjálfbjarga eins og nýfætt barn
án fyrstu snertingar.
Hægt,já svo ofurhægt
mættumst við,svifum
svifum á braut
í algleymis andartaki
endurfundanna.
(1992)