Þú, sem aldrei varst.
Þú, sem aldrei varst en ég þráði svo heitt.

Draumar mínir hafa ætíð verið bundnir þér, þú ósýnilega vera, þú sem alltaf varst svo fögur og gefandi í draumum mínum.

Þú varst aldrei til staðar, en samt, þú varst alltaf þar.

Ég geng einn á vit örlaga minna, með þér, ósýnilega mér við hlið.

Örlögin ætluðu okkur aldrei að mætast, en samt það verður alltaf þú, og engin önnur en þú.

En þó, þú sem aldrei varst, þú ert ætluð mér að eilífu.


 
Valdimar Vilhjálmsson
1951 - ...
Umfjöllun læt ég ykkur eftir kæru ljóðskáld og mér að meinalausu megið þið varpa þessum línum út í kuldann.
Vinarkveðja.


Ljóð eftir Valdimar Vilhjálmsson

Þú, sem aldrei varst.
Norðurljós.