

Ég er hjartasár valur, er flöktandi fer,
fljúgandi snjóský, er stormvindur ber,
vindblær, er skelfur á vádimmum sjó
vakinn og leitar um eilífð að ró.
Ég er snjóskriða, er fellur í hávetrar hríð
og hnígur og gleymist um eilífa tíð,
stjörnuhrap æðandi um grunnlausan geim,
grátandi andi, sem leita vill heim.
fljúgandi snjóský, er stormvindur ber,
vindblær, er skelfur á vádimmum sjó
vakinn og leitar um eilífð að ró.
Ég er snjóskriða, er fellur í hávetrar hríð
og hnígur og gleymist um eilífa tíð,
stjörnuhrap æðandi um grunnlausan geim,
grátandi andi, sem leita vill heim.