Ég er þreyttur
Ég er þreyttur af angist - hér eldist mín sál,
svo aflvana berst ég með straum;
hér slokknar og eyðist allt æskunnar bál
við unaðssemd tryllta og glaum.
Ég er þreyttur og leiður við götur og grjót
og glymjandi stórborgar tál
og þessa svo stefnulaust streymandi sjót,
sem starir og glápir á prjál.
Nei, burtu með hégóma, hræsni og tál
og hjarta svo svikult og kalt;
ég vil leita og finna´ eina einustu sál,
sem ann mér og þekkir mitt allt.
Ég vil anda að mér himinsins hreinustu lind
á hátind við fossana straum,
og líta svo hlæjandi af hájökultind
á hégóma lífsins og glaum.
Ég vil svífa um hyldjúpan úthafsins ál
og una við stormanna flóð,
því að trylling þá elskar mín undrandi sál
og ógnbjarta leiftranna glóð.
Ég vil bindast þér, alheimsins eilífa sál,
og anda við náttúru barm,
og tala svo hjarta míns helgasta mál
og huggast og þverra minn hvarm.
svo aflvana berst ég með straum;
hér slokknar og eyðist allt æskunnar bál
við unaðssemd tryllta og glaum.
Ég er þreyttur og leiður við götur og grjót
og glymjandi stórborgar tál
og þessa svo stefnulaust streymandi sjót,
sem starir og glápir á prjál.
Nei, burtu með hégóma, hræsni og tál
og hjarta svo svikult og kalt;
ég vil leita og finna´ eina einustu sál,
sem ann mér og þekkir mitt allt.
Ég vil anda að mér himinsins hreinustu lind
á hátind við fossana straum,
og líta svo hlæjandi af hájökultind
á hégóma lífsins og glaum.
Ég vil svífa um hyldjúpan úthafsins ál
og una við stormanna flóð,
því að trylling þá elskar mín undrandi sál
og ógnbjarta leiftranna glóð.
Ég vil bindast þér, alheimsins eilífa sál,
og anda við náttúru barm,
og tala svo hjarta míns helgasta mál
og huggast og þverra minn hvarm.