Gleðilegt nýtt ár
Eins og raketta
skýst ástin upp
hratt
springur
deyr
og skilur eftir sig
útbrunna spýtu

og árið er liðið.  
Ása Marín Hafsteinsdóttir
1977 - ...
Úr bókinni Búmerang.
Eigin útgáfa höfundar, 1997.
Allur réttur áskilinn höfundi.


Ljóð eftir Ásu Marín Hafsteinsdóttur

Gleðilegt nýtt ár
Sakleysi