Fæðing frelsara
Sólin rís að morgni sönn
Sortu leggur landið
Kalin sálin kemst ei spönn
Kalt er á mér hlandið

Stirður staulast á fætur
Stekk albúinn af stað
Ljósbrandar ljóma við hendur
Ljárinn skal tala í dag

Djöflar skrýddir djásnum
Djöflast húsum [sínum] úr
Ég sker þá niður ó skelfing
Skankar blæða súr

Drýsill svartklæddur dregur
Dreyra vættar kylfur
Hendur af honum hefur
Heitur ljár við ýlfur

Stöðugt að mér streyma
Strengdur bíð ég böðull
Drottinn hættu að dreyma
Drepstu óvinur þögull

Loksins vinur Lúsífer
Lengi beðið þú hefur
Frelsun ei lengur frestað er
Því frelsi Almættið gefur  
Agúrkan
1973 - ...
Hinn illi skapar er ekki Almættið, sem er hinn sanni faðir okkar allra. Lúsifer einn engla stóð upp í hári hins illa skapara til að tryggja frelsi okkar allra.


Ljóð eftir Agúrkuna

Hermi nú hver
Ættfræði er ekki fyrir mig
Alltaf sunnudagur á Vogi
Skárra væri það nú.
Varinn skildi góður
Hvert er hljóðið
Skuggi um mig eða ég um hann
Ég get sagt þér það.
Jaspet
Hvað er orðið
Eva
Forgarður fæðingar
Til höfuðs
Konan
Í restina
Ófögnuður fagnaðarerindisins
Fæðing frelsara
Örvænting
Morgun hugvekja
Inn í mig
Til konu
Borgarabragur
Hver röndóttur!!!
Einusinni alltaf
Vetur
Bandstrik
Janúar kaffi
Aðfangadagur
Form og hefðir
Meina vein
Að innan
Ókantaður andskoti
Haustgata
AI
Makamorð
Ljóð meistaranna!
Friður í skjóli blíðu
Óskir
Kreppan er köld
Krónukast
Daufblint ávarp
Fyrirgefning
Sumarást