Ég man.
Ég man mömmu með slæðu og í nælonsloppi,
og tíkaspenna stelpur hlæjandi í húllahoppi.
Man ég eftir bíó, með apa og Tarzan í fötum,
og spýtusverð og tunnulok og styrjaldir á götum.
Ég man sól,freknur,kremkex og gult sínaltkó,
fimmaura öngla,marhnút og svarta gúmmískó.
Man ég "Janka"og lakkskó,og stúlkur í kjól.
mjúkar dúfur,og stráka sem eignuðust bara "Möve"hjól.
Man ég þegar "mussan"klæddi konur og kalla,
og hárbandið sem hárið var eins fyrir alla .
Ég man þegar spilað var á útskorinn kassagítar,
og hina sem reykti sælu og léku á sítar.
Man ég stöðu við útgrýtt sendiráðshúsin,
og fullnægðu öskrin um frið við rauða blúsinn.
Ég man eftir draumnum sem til var á plötu
og "kúringar" undir sæng hjá stígvéla-Kötu.
Ég man eftir skrýtnum köllum sem kallaðir voru nöfnum,
man ég kátar nætur á böllum í ýmsum höfnum.
Ég man kossa,kölnarvatn,og fyrsta sopann,
"Klúbbinn"og hegðun sem fyllti dropann.
man ég þegar upp var staðið við hverja töku,
að besta væri mör með vestfirskri skötu.
og tíkaspenna stelpur hlæjandi í húllahoppi.
Man ég eftir bíó, með apa og Tarzan í fötum,
og spýtusverð og tunnulok og styrjaldir á götum.
Ég man sól,freknur,kremkex og gult sínaltkó,
fimmaura öngla,marhnút og svarta gúmmískó.
Man ég "Janka"og lakkskó,og stúlkur í kjól.
mjúkar dúfur,og stráka sem eignuðust bara "Möve"hjól.
Man ég þegar "mussan"klæddi konur og kalla,
og hárbandið sem hárið var eins fyrir alla .
Ég man þegar spilað var á útskorinn kassagítar,
og hina sem reykti sælu og léku á sítar.
Man ég stöðu við útgrýtt sendiráðshúsin,
og fullnægðu öskrin um frið við rauða blúsinn.
Ég man eftir draumnum sem til var á plötu
og "kúringar" undir sæng hjá stígvéla-Kötu.
Ég man eftir skrýtnum köllum sem kallaðir voru nöfnum,
man ég kátar nætur á böllum í ýmsum höfnum.
Ég man kossa,kölnarvatn,og fyrsta sopann,
"Klúbbinn"og hegðun sem fyllti dropann.
man ég þegar upp var staðið við hverja töku,
að besta væri mör með vestfirskri skötu.