Tónleikar
Goðumlíkur
smýgur hann um sviðið
og flauelskenndar reykjarslæður
hringa sig
um svitastirnt brjóst hans.
Þungur sláttur bassans
læðist upp í gegnum gólfið
kitlar mig í hlustirnar
og skautið.
Hugfangin
bera ég sál mína,
leggst nakin við fætur hans
og úr myrkvuðum salnum
berast háværar stunur:
,,Meiri munúð!
Meiri ástríður!´´
Og þegar frygðarópin
nísta bæinn
leysist heimur minn upp
í eldinum
sem hann kveikti
með söng sínum.
smýgur hann um sviðið
og flauelskenndar reykjarslæður
hringa sig
um svitastirnt brjóst hans.
Þungur sláttur bassans
læðist upp í gegnum gólfið
kitlar mig í hlustirnar
og skautið.
Hugfangin
bera ég sál mína,
leggst nakin við fætur hans
og úr myrkvuðum salnum
berast háværar stunur:
,,Meiri munúð!
Meiri ástríður!´´
Og þegar frygðarópin
nísta bæinn
leysist heimur minn upp
í eldinum
sem hann kveikti
með söng sínum.