Í nótt varstu hjá mér
Í nótt varstu hjá mér
þar til órólegar draumfarir þínar
drógu þig á brott.
Ég þrábað þig
að dvelja aðeins lengur,
að gera þér hreiður
í hugskoti mínu
og yfirgefa mig aldrei.
Þú brostir undurblítt til mín
og varir þínar
voru fjarlægur draumur
um heitsára kossa:
„En sæta,
mín er vænst
í öðrum draumi.“
þar til órólegar draumfarir þínar
drógu þig á brott.
Ég þrábað þig
að dvelja aðeins lengur,
að gera þér hreiður
í hugskoti mínu
og yfirgefa mig aldrei.
Þú brostir undurblítt til mín
og varir þínar
voru fjarlægur draumur
um heitsára kossa:
„En sæta,
mín er vænst
í öðrum draumi.“